ÆTTARMÓT!!!

Lambhaga 7. júlí 2007

Kæru frænkur, frændur og fylgifé!

 

Nú styttist í fastan lið hjá fjölskyldunni en það er hið “annaðhvertárlega” ættarmót afkomenda Jónsbarnanna frá Selalæk.  Eins og undanfarin ár verður það síðustu helgina í júlí, núna helgina 28-29. júlí.  Nú er komið að okkur Helgabörnum að sjá um hátíðina.

En það sem breytist frá því sem áður hefur verið, er að við höfum ákveðið að hafa það í túngarðinum heima, þ.e.a.s. í Lambhaga.  Er það gert til að við þurfum ekki að redda bílstjóra fyrir okkur.  Í Lambhaga er bæði rólóvöllur og trampólín, sem og fótboltavöllur. Tjaldaðstaða er fyrir norðan gamla húsið, þannig að nokkuð rúmt er um tjöld, hjólhýsi, fellihýsi og annað sem menn kæra sig um að koma með til að gista í. Salernisaðstaða er einnig í gamla húsinu sem og því nýja. Við höfum ekki stórar áhyggur af veðri, því þá munum við flytja ættarmótið inní hús.

 

Dagskrá verður nokkuð frjálsleg en hún er u.þ.b. svona:

12:00 Mæting.  (Þeir sem vilja mega koma fyrr og koma sér fyrir)

14:00 Leikir fyrir börn á öllum aldri.

16:00 Kaffitími

16:30 Áframhaldandi leikir og skemmtun.

19:00 Kveikt á grillunum.

23:00 Varðeldur. (Ef veður leyfir)

00:00 Glaumur og gleði.

07:30 Morgunmatur.

08:00 Fjós.

 

Á matseðlinum eru pylsur, hamborgarar og gos. Auðvitað hvetjum við alla til að koma með söngvatn og mikið af því!!!!  Ef einhver kann að spila á gítar endilega taka hann með (gítarinn sko).

Við höfum líka stofnað bloggsíðu fyrir ættarmótið: http://www.selalaekjaraett.blog.is/

Þar munum við bæta við upplýsingum inná, m.a. mun Ómar vera með veðurlýsingar reglulega.  Verðlaunagetraun verður þar einnig þar sem menn geta (ef þeir eru óheppnir) unnið sér inn kettling...

Eins hvetjum við ykkur til að setja inn skilaboð og tilkynna um komu ykkar.  Gaman væri að þið mynduð senda Ómari og Margréti Hörpu myndir á netfangið; omargret@simnet.is af síðustu ættarmótum.  Sérstaklega hefðum við gaman af því að fá myndir af þeim Skúla og Ásbergi ef þið eigið þær til.

 Verð: fullorðnir kr. 1500,  börn 6-16 ára kr. 500.  

Bankareikningur vegna ættarmótsins er reikningur 0111-15-373079. Kt: 300748-3339. Endilega sendið kvittun á netfangið omargret@simnet.is svo að við sjáum hver er búinn að borga og munu þá mæta.

Við hlökkum til að sjá ykkur þann 28. júlí næstkomandi.

 

Með kveðju,

Systkinin í Lambhaga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ

flott , bara að prufa , komst ekki inn á gestabók en það er nú bara í lagi getum skrifað hér

Dagrún (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 15:51

2 identicon

Er þetta alveg steindauð síða kv V.J.

Viðar Jónsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 19:03

3 identicon

Neinei Viðar, það fer bara svo mikill tími í að reyna að finna upp eitthvað nógu kvikindislegt handa þér, fyrir skemmtiatriðin. 

Björgvin (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 20:09

4 identicon

Sæl öllsömul

Fín síða hjá ykkur - það verður gaman að fylgjast með framvindu mála, að ógleymdum veðurlýsingum.

Elísabet (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 09:37

5 identicon

Kænski fer ég bara norður í land.

viðar Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 17:36

6 identicon

Viðar, kænski þú verðir látinn keppa í pönnukökubakstri eða látinn stökkva í fallhlíf til að setja ættarmótið formlega ;)

Björgvin (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 00:12

7 identicon

Frábært framtak! Hlakka til að hitta ykkur, kv. Heiðrún.

Jón Egill, Heiðrún og fjölskylda (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 00:30

8 identicon

Til að hægt sé að baka pönnukökur þarf að vera til panna?

viðar Jónsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:06

9 Smámynd: Helgabörn

Bakar þú kænski líka pönnukökur, Viðar, eða er þetta kannski ,,pikkupplína" selalækjarbræðra?   Kveðja, Ómar 

Helgabörn, 20.7.2007 kl. 10:54

10 identicon

??????????????????

viðar Jónsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Selalækjarættarmót 2007

Höfundur

Helgabörn
Helgabörn

Spurt er

Hvernig fannst þér ættarmótið heppnast?

Nýjustu myndir

  • Arnar Steinn og Helgi Svanberg
  • svo var brenna
  • Ármann, Viðar, Árni og Sæmundur
  • Sjöfn að æsa Brynjar Bjarma upp
  • Guðný, Sesselía, Þórir og Birta
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband